Nasdaq Iceland innleiðir fasta sveifluverði fyrir hlutabréf og endurskoðar viðmið kvikra sveifluvarða


Nasdaq Iceland (Kauphöllin) mun þann 1. desember nk. innleiða fasta sveifluverði (e. static volatility guards) fyrir hlutabréf og kauphallarsjóði á Aðalmarkaði og First North Iceland. Föstu sveifluverðirnir koma til viðbótar við kvika sveifluverði (e. dynamic volatility guards) sem þegar eru til staðar fyrir hlutabréf og kauphallarsjóði. Þann 1. desember munu viðmið kvikra sveifluvarða einnig verða endurskoðuð fyrir valin hlutabréf.

Í fasta sveifluverðinum felst tímabundin stöðvun viðskipta í tiltekinni tilboðabók og ferli til að hefja viðskipti á ný sem er hannað til að stuðla að skilvirkari viðskiptum. Hann minnkar líkurnar á því að viðskipti verði fyrir mistök og dregur þ.a.l. úr þörf á niðurfellingum viðskipta. Sveifluvörðurinn virkjast ef innsett tilboð myndi leiða til viðskipta á verði sem víkur í prósentum talið um of frá viðmiðunarverði. Viðmiðunarverðið er verðið í opnunaruppboði dagsins eða, ef engin viðskipti urðu í opnunaruppboðinu, lokaverð síðasta viðskiptadags. Þegar fasti sveifluvörðurinn virkjast eru samfelld viðskipti stöðvuð. Því næst tekur við uppboðstímabil sem varir í 180 sekúndur (handahófskennt hvenær á síðustu 5 sekúndunum uppboðinu lýkur) en að því loknu hefjast samfelld viðskipti á ný í viðkomandi tilboðabók.

Nánari upplýsingar um sveifluverði er að finna í INET „Market Model“ skjali á „Rules and regulations“ síðu Nasdaq Nordic kauphallanna.

Stillingar

Í hjálögðu Excel skjali er að finna upplýsingar um viðmið fyrir bæði fasta og kvika sveifluverði.

Tímaáætlun

  • INET Test (NTF og M2) – Þegar til staðar í NTF og M2 prófunarumhverfunum
  • INET Production – 1. desember, 2017

Vinsamlega hafið samband við viðskiptasvið Nasdaq Iceland ef spurningar vakna í s. 525 2850 eða með tölvupósti á netfangið floor.ice@nasdaq.com

 

 

 


Attachments

Nasdaq Iceland_SV_1 des 2017.xlsx